Skráning komin í gang!

Nú eru öll hjól farin að snúast í Vormótsundirbúningnum. Mótsstjórn er á fullu að skipuleggja og undirbúa og það stefnir allt í frábært og skemmtilegt mót.
Við erum búin að opna fyrir skráningu hér og það er um að gera að skrá sig sem allra fyrst og fara að hlakka til strax!

Sjáumst í Krýsuvík 6. júní!

Vormót 2014

Undirbúningur fyrir Vormót 2014 er í fullum gangi. Mótið verður um hvítasunnuhelgi, 6.-9. júní næstkomandi, í Krýsuvík sem endranær.

Þema mótsins verður „Þrír á Richter“ sem táknar bæði jarðfræðilega virkni á svæðinu og það dúndrandi fjör sem verður undir Bæjarfelli þessa júníhelgi.

Allar nánari upplýsingar munu birtast hér á síðunni á næstu dögum.

Vormótsmerki2014-01

Undirbúningur í fullum gangi

Nú er mótsstjórn á fullu spani að undirbúa Vormótið, enda rétt rúmar þrjár vikur í að við setjum mótið á fallegu föstudagskvöldi í júníbyrjun. Í fréttum er þetta helst…

-Við erum búin að velja mótsmerkið! Hann Sölvi dróttskáti átti hugmyndina að merkinu og sigraði í hugmyndasamkeppninni okkar. Hann fær auðvitað frítt á mótið…

-Undirbúningur dagskrár er í fullum gangi og margar skemmtilegar hugmyndir í bígerð.

-Skráning er komin vel af stað og við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram HÉR.

-Mótsgjaldið er litlar 4000 krónur, innifalið er öll dagskrá, kakó og kex, mótsbók, mótsmerki og mótseinkenni.

-Svo má ekki gleyma fjölskyldubúðunum, þær hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Þar verður dagskrá fyrir yngri börnin og einnig taka fjölskyldubúðirnar mikinn þátt í mótinu. Þar er gjaldið ekki nema 2500 krónur á tjald.

Vormotsmerki2013-final-03

Vormót 2013!

Nú er undirbúningur fyrir Vormót 2013 í fullum gangi. Mótið verður haldið helgina 7.-9. júní nk. og verður auðvitað í Krýsuvík að vanda. Þema mótsins verður „Komd’ á kamarinn“. Nýlega lauk samkeppni innan Hraunbúa um tillögur að mótsmerki og hefur mótsstjórn valið bestu tillöguna til að vinna með. Úrslitin úr keppninni verða bráðlega tilkynnt.
Ert þú ekki örugglega búin/n að taka helgina frá fyrir fyrstu útilegu sumarsins?
Nánari upplýsingar um verð og skráningu birtast von bráðar.